NBA dagsins: Durant þögull um Harden eftir fámennan sigurleik Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 14:30 Kevin Durant verður brátt liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Getty/Jim McIsaac Löngum og tíðindamiklum degi hjá öllum sem að Brooklyn Nets koma lauk með 116-109 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Tilþrif úr leiknum og fleiri leikjum má sjá í NBA dagsins hér á Vísi. Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar
NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40
Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15