Píratar kalla eftir nýjum frambjóðendum Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:37 Helgi Hrafn Gunnlaugsson, sem ætlar ekki að bjóða sig fram á ný, segir Pírata vera grasrótarhreyfingu. Ekki þingflokk. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framboðslistar Pírata í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosninarnar í september liggi fyrir um miðjan mars. Auglýst hefur verið eftir frambjóðendum sem hafa nú rúman mánuð til að gefa kost á sér. Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38
Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02