Lífverðirnir máttu ekki gera þarfir sínar hjá Ivönku og Jared Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 22:45 Jared Kushner og Ivanka Trump. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna hefur greitt þrjú þúsund dali á mánuði í leigu lítillar kjallaraíbúðar nærri heimili Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump forseta, og Jared Kushner í Washington DC svo þeir geti farið á klósettið. Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira