Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“ Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 19. janúar 2021 18:00 Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun