Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2021 14:29 Slökkvilið mætti á vettvang í nótt og hefur starfsfólk auk þess aðstoð mikið við að draga úr tjóni. Vísir/Egill Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. Þetta kemur fram í tölvupósti Jóns Atla til nemenda við HÍ. Mikið tjón varð í nokkrum byggingum skólans í nótt eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu á öðrum tímanum í nótt. Lekinn stóð í um 75 mínútur og runnu út um 2250 tonn af vatni. Skýringin á þessu mikla vatnsmagni að sögn Veitna er sú að stofnæðin sem fór í sundur er stór enda er hún ein af megin flutningsæðum á köldu vatni fyrir Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið hefur verið að endurnýjun hennar, sem og öðrum Veitulögnum á Suðurgötu, undanfarið. Lekinn stóð í 75 mínútur, var um 500l/s og runnu alls út um 2.250 tonn af vatni. Stofnæðin sem fór í sundur er ein af megin flutningsæðum á köldu vatni fyrir Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið hefur verið að endurnýjun hennar, sem og öðrum Veitulögnum á Suðurgötu, undanfarið.Vísir/Egill „Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna mikils vatnsleka í nótt en allt kapp er lagt á að röskun á starfi skólans verði sem minnst,“ segir Jón Atil í orðsendingu sinni. Eftirfarandi liggi þó fyrir í framhaldi af vinnu á vettvangi í nótt og í morgun: Öll kennsla sem fram hefur farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verður nú rafræn. Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og sama gildir um fyrirlestrasali á jarðhæð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast þjónustu skrifstofu Félagsvísindasviðs símleiðis eða með rafrænum hætti fram að helgi. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skrifstofu Félagsvísindasviðs og til staðkennslu vegna þeirra rýma sem ekki er unnt að nýta vegna vatnstjónsins. Þjónustuborð á Háskólatorgi verður opið á skrifstofutíma. Fólk er þó hvatt til að nýta rafrænar þjónustuleiðir eins og nokkur er kostur. Háma og Bóksalan á Háskólatorgi eru lokuð í dag en verða opnuð á morgun. Stúdentakjallarinn er lokaður en verður opnaður á laugardag. Jón Atli biður starfsfólk í þeim byggingum þar sem vatnstjón varð, á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu, að hafa samband við næstu stjórnendur varðandi tilhögun vinnu í dag og út vikuna. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu, starfsfólks okkar og slökkviliðs, sem lögðu afar hart að sér í nótt við erfiðar aðstæður við að draga úr tjóni eins og unnt var,“ segir Jón Atli. Þá þakkar hann nemendum og starfsfólki skólans fyrir seiglu og samstöðu. Veitur harma atvikið Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að fyrirtækið vinni nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í skólann. „Starfsfólk Veitna var að störfum í nótt og ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki. Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra.“ Veitur segjast strax í morgun hafa haft samband við rektor Háskóla Íslands og boðið fram alla þá aðstoð sem hægt væri að veita í þessum erfiðu aðstæðum. Einnig hafi Veitur verið í góðu sambandi við aðra hagaðila. „Ljóst er að upptök þessa kaldavatnsleka eru í lokahúsi vatnveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hans varð vart í stjórnstöð Veitna um klukkan 01:00 í nótt og var bakvakt kölluð út í kjölfarið. Hálftíma eftir að bakvakt kom á staðinn var búið að staðsetja stofnæðarlokann og loka fyrir. Lekinn stóð í 75 mínútur, var um 500l/s og runnu alls út um 2.250 tonn af vatni.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti Jóns Atla til nemenda við HÍ. Mikið tjón varð í nokkrum byggingum skólans í nótt eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu á öðrum tímanum í nótt. Lekinn stóð í um 75 mínútur og runnu út um 2250 tonn af vatni. Skýringin á þessu mikla vatnsmagni að sögn Veitna er sú að stofnæðin sem fór í sundur er stór enda er hún ein af megin flutningsæðum á köldu vatni fyrir Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið hefur verið að endurnýjun hennar, sem og öðrum Veitulögnum á Suðurgötu, undanfarið. Lekinn stóð í 75 mínútur, var um 500l/s og runnu alls út um 2.250 tonn af vatni. Stofnæðin sem fór í sundur er ein af megin flutningsæðum á köldu vatni fyrir Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið hefur verið að endurnýjun hennar, sem og öðrum Veitulögnum á Suðurgötu, undanfarið.Vísir/Egill „Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna mikils vatnsleka í nótt en allt kapp er lagt á að röskun á starfi skólans verði sem minnst,“ segir Jón Atil í orðsendingu sinni. Eftirfarandi liggi þó fyrir í framhaldi af vinnu á vettvangi í nótt og í morgun: Öll kennsla sem fram hefur farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verður nú rafræn. Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og sama gildir um fyrirlestrasali á jarðhæð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast þjónustu skrifstofu Félagsvísindasviðs símleiðis eða með rafrænum hætti fram að helgi. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skrifstofu Félagsvísindasviðs og til staðkennslu vegna þeirra rýma sem ekki er unnt að nýta vegna vatnstjónsins. Þjónustuborð á Háskólatorgi verður opið á skrifstofutíma. Fólk er þó hvatt til að nýta rafrænar þjónustuleiðir eins og nokkur er kostur. Háma og Bóksalan á Háskólatorgi eru lokuð í dag en verða opnuð á morgun. Stúdentakjallarinn er lokaður en verður opnaður á laugardag. Jón Atli biður starfsfólk í þeim byggingum þar sem vatnstjón varð, á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu, að hafa samband við næstu stjórnendur varðandi tilhögun vinnu í dag og út vikuna. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu, starfsfólks okkar og slökkviliðs, sem lögðu afar hart að sér í nótt við erfiðar aðstæður við að draga úr tjóni eins og unnt var,“ segir Jón Atli. Þá þakkar hann nemendum og starfsfólki skólans fyrir seiglu og samstöðu. Veitur harma atvikið Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að fyrirtækið vinni nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í skólann. „Starfsfólk Veitna var að störfum í nótt og ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki. Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra.“ Veitur segjast strax í morgun hafa haft samband við rektor Háskóla Íslands og boðið fram alla þá aðstoð sem hægt væri að veita í þessum erfiðu aðstæðum. Einnig hafi Veitur verið í góðu sambandi við aðra hagaðila. „Ljóst er að upptök þessa kaldavatnsleka eru í lokahúsi vatnveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hans varð vart í stjórnstöð Veitna um klukkan 01:00 í nótt og var bakvakt kölluð út í kjölfarið. Hálftíma eftir að bakvakt kom á staðinn var búið að staðsetja stofnæðarlokann og loka fyrir. Lekinn stóð í 75 mínútur, var um 500l/s og runnu alls út um 2.250 tonn af vatni.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58