Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 23:15 Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur ekki fengið markaðsleyfi innan Evrópusambandsins. Getty/Jakub Porzycki Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30