Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar 23. janúar 2021 08:30 Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar