Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 08:30 Frá fjölmennum mótmælum í St. Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. Boðað var til mótmælanna eftir handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í síðustu viku og hafa bandamenn hans boðað til frekari mótmæla næstu helgi. Hann sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann ítrekaði að hann ætlaði ekki að svipta sig lífi í fangelsi. Yfirvöld í Rússlandi höfðu sagt mótmælin ólögleg og vöruðu fólk við því að það gæti átt von á handtöku og mögulega fangelsisvist fyrir að taka þátt í þeim. Í Moskvu komu allt að fjörutíu þúsund mótmælendur saman í miðborginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, og kom til átaka við lögreglu sem beittu kylfum gegn mótmælendum. Að endingu voru mótmælendur reknir frá Pushkintorgi og hópuðust mótmælendur þar nærri þar sem þau köstuðu snjóboltum í lögregluþjóna. Eftir það fóru einhverjir mótmælendur að fangelsinu þar sem Navalní er í haldi og mótmæltu þar. Samtökin OVD-Info, sem vakta pólitískar handtökur í Rússlandi segja að 3.068 hafi verið handteknir í Rússlandi í gær. Þar af hafi 1.167 verið handteknir í Moskvu og rúmlega 460 í St. Pétursborg, þar sem önnur fjölmenn mótmæli fóru fram. Meðal þeirra sem voru handteknir var Júlía Navalní, eiginkona Alexei. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var einnig handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Hún var einnig handtekin í aðdraganda mótmælanna í vikunni. . : https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 AP fréttaveitan segir að mótmælin leiði til þrýstings á ráðamenn í Rússlandi. Ljóst sé að Navalní hafi byggt upp stórt tengslanet og njóti töluverðs stuðnings, þrátt fyrir að ríkið hafi beitt sér gegn honum og ríkismiðlar Rússlands hunsi hann nánast alfarið. Ráðmenn vestrænna ríkja hafa kallað eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi. Sendi skilaboð og þakkaði fyrir sig Navalní sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og ítrekaði að hann ætlaði sér ekki að fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Moscow Times. „Til vonar og vara: Ég ætla ekki að hengja mig eða skera mig á púls eða háls með beittri skeið á næstunni,“ skrifaði Navalní í skilaboð sín sem birt voru á Instagram. Hann sagðist nota stiga af mikilli varkárni og að hann væri við góða heilsu. Navalní, sem eitrað var fyrir með taugaeitrinu Novichok í sumar, situr í Matrosskya Tishina fangelsinu. Þar dó Sergei Magnitsky við grunsamlegar aðstæður árið 2009 eftir að hann hóf rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli sem tengdist rússneskum embættismönnum. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá mótmælunum í gær. , : / pic.twitter.com/QRkpJygSfN— (@mediazzzona) January 23, 2021 -1 : « » pic.twitter.com/YItXYOZpM0— (@mediazzzona) January 23, 2021 . , 50 .« » https://t.co/uu5jzUDqMT pic.twitter.com/FJMNttUZ4z— (@mediazzzona) January 23, 2021 , https://t.co/50drP9qjlr : @Fontanka_spb pic.twitter.com/DSPuJDcSDH— (@mediazzzona) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Boðað var til mótmælanna eftir handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í síðustu viku og hafa bandamenn hans boðað til frekari mótmæla næstu helgi. Hann sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann ítrekaði að hann ætlaði ekki að svipta sig lífi í fangelsi. Yfirvöld í Rússlandi höfðu sagt mótmælin ólögleg og vöruðu fólk við því að það gæti átt von á handtöku og mögulega fangelsisvist fyrir að taka þátt í þeim. Í Moskvu komu allt að fjörutíu þúsund mótmælendur saman í miðborginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, og kom til átaka við lögreglu sem beittu kylfum gegn mótmælendum. Að endingu voru mótmælendur reknir frá Pushkintorgi og hópuðust mótmælendur þar nærri þar sem þau köstuðu snjóboltum í lögregluþjóna. Eftir það fóru einhverjir mótmælendur að fangelsinu þar sem Navalní er í haldi og mótmæltu þar. Samtökin OVD-Info, sem vakta pólitískar handtökur í Rússlandi segja að 3.068 hafi verið handteknir í Rússlandi í gær. Þar af hafi 1.167 verið handteknir í Moskvu og rúmlega 460 í St. Pétursborg, þar sem önnur fjölmenn mótmæli fóru fram. Meðal þeirra sem voru handteknir var Júlía Navalní, eiginkona Alexei. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var einnig handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Hún var einnig handtekin í aðdraganda mótmælanna í vikunni. . : https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 AP fréttaveitan segir að mótmælin leiði til þrýstings á ráðamenn í Rússlandi. Ljóst sé að Navalní hafi byggt upp stórt tengslanet og njóti töluverðs stuðnings, þrátt fyrir að ríkið hafi beitt sér gegn honum og ríkismiðlar Rússlands hunsi hann nánast alfarið. Ráðmenn vestrænna ríkja hafa kallað eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi. Sendi skilaboð og þakkaði fyrir sig Navalní sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og ítrekaði að hann ætlaði sér ekki að fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Moscow Times. „Til vonar og vara: Ég ætla ekki að hengja mig eða skera mig á púls eða háls með beittri skeið á næstunni,“ skrifaði Navalní í skilaboð sín sem birt voru á Instagram. Hann sagðist nota stiga af mikilli varkárni og að hann væri við góða heilsu. Navalní, sem eitrað var fyrir með taugaeitrinu Novichok í sumar, situr í Matrosskya Tishina fangelsinu. Þar dó Sergei Magnitsky við grunsamlegar aðstæður árið 2009 eftir að hann hóf rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli sem tengdist rússneskum embættismönnum. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá mótmælunum í gær. , : / pic.twitter.com/QRkpJygSfN— (@mediazzzona) January 23, 2021 -1 : « » pic.twitter.com/YItXYOZpM0— (@mediazzzona) January 23, 2021 . , 50 .« » https://t.co/uu5jzUDqMT pic.twitter.com/FJMNttUZ4z— (@mediazzzona) January 23, 2021 , https://t.co/50drP9qjlr : @Fontanka_spb pic.twitter.com/DSPuJDcSDH— (@mediazzzona) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40
Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57
Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08