Börn náttúrunnar Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. janúar 2021 17:01 Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar