Baldur: Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 22:20 Baldur Þór Ragnarsson gat loksins fagnað sigri í kvöld. vísir/bára Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
„Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira