Áskoranir til framtíðar Kristín Völundardóttir skrifar 26. janúar 2021 14:00 Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar