Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 19:37 AstraZeneca hefur hafnað fréttum þess efnis að virkni bóluefnis fyrirtækisins sé afar takmörkuð hjá 65 ára og eldri. epa/ Dominic Lipinski Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44