Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2021 19:01 Donald Trump er ekki lengur forseti en hefur samt verið ákærður fyrir embættisbrot. Repúblikanar í öldungadeildinni telja það ólöglegt. AP/Luis M. Alvarez Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina. Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina.
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira