Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 21:13 Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Egill Aðalsteinsson Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50