Hreppsómagar samtímans Oddný Björg Daníelsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:30 Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun