Myrti sex fjölskyldumeðlimi í heimahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:10 Lögregla á vettvangi morðanna í Indianapolis. AP Photo/Justin L. Mack Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum. Raymond Ronald Lee Childs III var handtekinn á mánudag og hefur hann verið ákærður fyrir sex morð, með ófæddu barni konunnar meðtöldu. Barnið átti að fæðast aðeins viku eftir að þau voru myrt. Hann hefur verið ákærður sem fullorðinn maður að sögn Ryan Mears saksóknara Marion sýslu. Childs var einnig ákærður fyrir eina morðtilraun en ungur drengur, sem einnig er ættingi hans, komst lífs af í árásinni. Childs hefur þá verið ákærður fyrir að hafa meðhöndlað skotvopn án byssuleyfis. Að sögn Mears hafði kastast í kekki milli Childs og föður hans, Raymond Childs 42 ára, áður en hann greip til vopnsins. Að sögn Mears rannsakar lögregla það nú hvers vegna feðgarnir hafi rifist. Raymond Childs eldri, eiginkona hans Kezzie Childs 42 ára, Elijah Childs 18 ára, og Rita Childs 13 ára voru öll úrskurðuð látin á heimilinu. Þá var Kiara Hawkins 19 ára einnig úrskurðuð látin stuttu eftir að líkin fundust en hún hafði verið flutt á sjúkrahús þar sem hún og ófæddur sonur hennar voru úrskurðuð látin þrátt fyrir tilraunir til þess að bjarga þeim. Hawkins hafði, að sögn lögreglu, verið í sambandi með aðila sem bjó á heimilinu. Randal Taylor, lögreglustjóri í Indianapolis, sagði í samtali við fjölmiðla að í meira en áratug hafi ekki svo margir verið myrtir í fjöldamorði í borginni án þess að það tengdist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að Childs sé enn undir lögaldri verður mál hans meðhöndlað líkt og hann sé fullorðinn. Lög Indiana segja til um að hafi einstaklingar náð 16 ára aldri verði þeir kærðir eins og þeir séu fullorðnir ef að um alvarlegan glæp er að ræða, þar á meðal morð og morðtilraun. Bandaríkin Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira
Raymond Ronald Lee Childs III var handtekinn á mánudag og hefur hann verið ákærður fyrir sex morð, með ófæddu barni konunnar meðtöldu. Barnið átti að fæðast aðeins viku eftir að þau voru myrt. Hann hefur verið ákærður sem fullorðinn maður að sögn Ryan Mears saksóknara Marion sýslu. Childs var einnig ákærður fyrir eina morðtilraun en ungur drengur, sem einnig er ættingi hans, komst lífs af í árásinni. Childs hefur þá verið ákærður fyrir að hafa meðhöndlað skotvopn án byssuleyfis. Að sögn Mears hafði kastast í kekki milli Childs og föður hans, Raymond Childs 42 ára, áður en hann greip til vopnsins. Að sögn Mears rannsakar lögregla það nú hvers vegna feðgarnir hafi rifist. Raymond Childs eldri, eiginkona hans Kezzie Childs 42 ára, Elijah Childs 18 ára, og Rita Childs 13 ára voru öll úrskurðuð látin á heimilinu. Þá var Kiara Hawkins 19 ára einnig úrskurðuð látin stuttu eftir að líkin fundust en hún hafði verið flutt á sjúkrahús þar sem hún og ófæddur sonur hennar voru úrskurðuð látin þrátt fyrir tilraunir til þess að bjarga þeim. Hawkins hafði, að sögn lögreglu, verið í sambandi með aðila sem bjó á heimilinu. Randal Taylor, lögreglustjóri í Indianapolis, sagði í samtali við fjölmiðla að í meira en áratug hafi ekki svo margir verið myrtir í fjöldamorði í borginni án þess að það tengdist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að Childs sé enn undir lögaldri verður mál hans meðhöndlað líkt og hann sé fullorðinn. Lög Indiana segja til um að hafi einstaklingar náð 16 ára aldri verði þeir kærðir eins og þeir séu fullorðnir ef að um alvarlegan glæp er að ræða, þar á meðal morð og morðtilraun.
Bandaríkin Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira