Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 22:00 Bráðabirgðaniðurstöður á þriðju fasa rannsókn Novavax á bóluefni framleiðandans gegn Covid-19 benda til að efnið veiti um 90 prósenta vörn gegn veirunni. EPA/JIM LO SCALZO Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45