Herinn fer enn á ný með völdin í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Min Aung Hlaing sést hér til hægri. Hann hefur nú tekið völdin í Mjanmar og sett Aung San Suu Kyi, til vinstri, í stofufangelsi. AP/Aung Shine Oo Mjanmarski herinn tók völdin í landinu í nótt og setti leiðtoga ríkisins í stofufangelsi. Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP. Mjanmar Róhingjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira