„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Atli Arason skrifar 1. febrúar 2021 21:01 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
„Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51