Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er duglegur að keyra á körfuna. Hér er hann í leik á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Elín Björg Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira