Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 14:03 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54