„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. „Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira