Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:29 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“ Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira