Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2021 11:44 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Marel Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel. Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel.
Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35
Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42