NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 15:31 Giannis Antetokounmpo er óárennilegur. Hann nýtti skotin sín vel í nótt og hefur sleppt því að reyna sig utan þriggja stiga línunnar eftir að hafa klikkað á fjórum þristum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku. Getty/Jared C. Tilton Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021
NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga