Lárus: Finnst við eiga slatta inni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 23:05 Þórsarar eru eitt heitasta lið Domino's deildarinnar um þessar mundir. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira