Navalní aftur í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 08:55 Alexei Navalní í dómsal í vikunni þegar hann var dæmdur til tæplega þriggja ára vistar í fanganýlendu. EPA/Dómstól Moskvu Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. Fangelsisdómur og málsmeðferð Navalní, auk því fjöldahandtaka mótmælenda, hefur leitt til ákalla varðandi refsiaðgerðir í garð Rússlands. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Málið snýr að kæru gegn Navalní fyrir ummæli hans um eldri mann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi um stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútíns, forseta, sem gerðu honum kleift að sitja í embætti forseta til 2036. Navalní kallaði uppgjafahermanninn og aðra sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Fyrir það var hann ákærður en réttarhöldunum gegn honum hefur ítrekað verið frestað vegna þess að Navalní hefur haldið til í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hámarksrefsing við broti sem þessu er tvö ár í fangelsi. Lögmenn Navalnís segja þó samkvæmt Reuters að ekki sé hægt að dæma hann í fangelsi, því hið meinta brot hafi átt sér stað áður en meiðyrðalögum var breytt og refsingar þyngdar. Samkvæmt frétt Moscow Times hafa bandamenn Navalnís ákveðið að halda ekki frekari mótmæli fyrr en í vor. Það er af ótta við frekari fjöldahandtökur og ofbeldi í garð mótmælenda og sömuleiðis þess að þeir vilji einbeita sér við undirbúning fyrir þingkosningar sem halda á í september. Fleiri en tíu þúsund manns hafa verið handteknir vegna mótmæla undanfarnar vikur. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Miðillinn hefur eftir Leonid Volkov, einum nánasta samstarfsmanni Navalnís, að það sé það sem hann vilji. Sagðist líða eins og hann væri frjásl Í skilaboðum sem birt voru á Instagramsíðu Navalnís í gær voru stuðningsmenn hans hvattir til að berjast fyrir frjálsu Rússlandi og ráðamenn þar í landi sakaðir um að vera þjófar. Hann sagði að þeir myndu einungis halda völdum sínum ef Rússar væru hræddir við þá. Navalní sakaði einnig Pútín og öryggissveitir Rússlands um að bera ábyrgð á eitrun hans. Í skilaboðunum sagði Navalní einnig að honum liði eins og frjálsum manni, því hann væri sannfærður um að hann væri að gera það sem væri rétt og vegna þess stuðnings sem hann hafi notið. View this post on Instagram A post shared by (@navalny) Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45 Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02 Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32 Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fangelsisdómur og málsmeðferð Navalní, auk því fjöldahandtaka mótmælenda, hefur leitt til ákalla varðandi refsiaðgerðir í garð Rússlands. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Málið snýr að kæru gegn Navalní fyrir ummæli hans um eldri mann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi um stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútíns, forseta, sem gerðu honum kleift að sitja í embætti forseta til 2036. Navalní kallaði uppgjafahermanninn og aðra sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Fyrir það var hann ákærður en réttarhöldunum gegn honum hefur ítrekað verið frestað vegna þess að Navalní hefur haldið til í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hámarksrefsing við broti sem þessu er tvö ár í fangelsi. Lögmenn Navalnís segja þó samkvæmt Reuters að ekki sé hægt að dæma hann í fangelsi, því hið meinta brot hafi átt sér stað áður en meiðyrðalögum var breytt og refsingar þyngdar. Samkvæmt frétt Moscow Times hafa bandamenn Navalnís ákveðið að halda ekki frekari mótmæli fyrr en í vor. Það er af ótta við frekari fjöldahandtökur og ofbeldi í garð mótmælenda og sömuleiðis þess að þeir vilji einbeita sér við undirbúning fyrir þingkosningar sem halda á í september. Fleiri en tíu þúsund manns hafa verið handteknir vegna mótmæla undanfarnar vikur. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Miðillinn hefur eftir Leonid Volkov, einum nánasta samstarfsmanni Navalnís, að það sé það sem hann vilji. Sagðist líða eins og hann væri frjásl Í skilaboðum sem birt voru á Instagramsíðu Navalnís í gær voru stuðningsmenn hans hvattir til að berjast fyrir frjálsu Rússlandi og ráðamenn þar í landi sakaðir um að vera þjófar. Hann sagði að þeir myndu einungis halda völdum sínum ef Rússar væru hræddir við þá. Navalní sakaði einnig Pútín og öryggissveitir Rússlands um að bera ábyrgð á eitrun hans. Í skilaboðunum sagði Navalní einnig að honum liði eins og frjálsum manni, því hann væri sannfærður um að hann væri að gera það sem væri rétt og vegna þess stuðnings sem hann hafi notið. View this post on Instagram A post shared by (@navalny)
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45 Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02 Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32 Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45
Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02
Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51