Durant lét forráðamenn NBA-deildarinnar heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:31 Durant vel pirraður á hliðarlínunni í leiknum gegn Toronto í nótt. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, lét forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir leik liðsins gegn Toronto Raptors í nótt. Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga