Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 19:32 Ísland hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af Oxford-AstraZeneca bóluefninu sem fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Getty/Dan Kitwood Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina. Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina.
Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent