Hilmar Smári skoraði þá 43 stig á 31 mínútu í 100-64 útisigri Valencia Basket B á CB Puerto Sagunto.
Þetta var hreinlega ótrúlega skotsýning hjá íslenska unglingalandsliðsmanninum sem hlýtur að vera farinn að banka á dyrnar hjá aðalliði Valencia sem og hjá íslenska A-landsliðinu sem kemur aftur saman seinna í þessum mánuði.
Hilmar Smári, sem alinn upp hjá Haukunum, hitti úr 16 af 19 skotum sínum í leiknum og 5 af 6 vítum sínum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur úr aðeins átta tilraunum.
¡¡Espectacular victoria del EBA!! @CBPuerto 64
— L'Alqueria del VBC (@LAlqueriaVBC) February 6, 2021
@valenciabasket 100
J17 EBA E-A
Hilmar Henningsson 43p (10/11 T2, 6/8 T3) /3re/1as/2ro/48val
Rafa Vila 11p/6re/7as/2ro/21val#EActíVate pic.twitter.com/i7QBFfhwyz
Hilmar setti niður jafnmarga þrista og allt lið mótherjanna og var aðeins með sex körfum færra en allt lið Puerto Sagunto.
Hilmar var einnig með 3 fráköst, 2 stolna bolta og 1 stoðsendingu. Hann fékk 48 framlagsstig fyrir frammistöðu sína.
Hilmar Smári er með 16,6 stig í 14 leikjum Valencia Basket B í Liga EBA á leiktíðinni en alls hafa 39,3 prósent þriggja stiga skota hann ratað rétta leið.
Liga EBA er d-deildin á Spáni og alls eru 127 lið í henni en á undan henni eru Liga ACB, LEB Oro, og LEB Plata. Lið úr ACB eru sum með b-liðin sín í þessari deild og það á við um lið Valencia Basket B sem Hilmar Smári spilar með.