Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:01 Hlynur Bæringsson sést hér vera búinn að taka eitt frákast til viðbótar í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti