Samkynhneigðir menn sem flúðu ofsóknir ákærðir fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 13:06 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, segir enga samkynhneigða menn að finna í lýðveldinu. Getty/Yelena Afonina Yfirvöld í Téténíu hafa hrundið af stað rannsókn vegna meintra hryðjuverka tveggja samkynhneigðra manna sem flúðu lýðveldið í fyrra en voru handteknir í Moskvu í síðustu viku og sendir aftur til baka. Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu. Rússland Hinsegin Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu.
Rússland Hinsegin Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna