
Útgerðir landsins greiddu samanlagt 4,8 milljarða í veiðigjöld í fyrra, 6,6 milljarða árið 2019 og 11,3 milljlarða árið 2018. Í samantekt Fiskistofu kemur fram að gjaldendur hafi verið 934 í fyrra. Flestir yfir sumartíman vegna strandveiða þegar þeir hafi verið á bilinu sjö til átta hundruð.

Sextán stærstu útgerðirnar greiddu samanlagt mest eða þrjá milljarða í fyrra. Brim hf. greiddi mest eða 367 milljónir, Samherji Ísland hf. 281 milljón, Þorbjörn hf. 250 milljónir, FISK-Seafood ehf 231 milljón og Skinney-Þinganes 197 milljónir.

Útgerðir í Reykjavík greiddu samanlagt 680 milljónir, þar á eftir útgerðir í Vestmannaeyjum 550 milljónir, Grindavík 530 milljónir, á Akureyri 400 milljónir og Sauðárkróki 240 milljónir.
Í samantekt Fiskistofu kemur fram að togaraflotinn stórð undir tæplega 2,3 milljörðum veiðigjaldanna í fyrra og aflamarksskip 1,8 milljörðum. Krókabátar og aðrir smábátar greiði um 700 milljónir króna.