Gátu ekki flogið í dag og slæm veðurspá næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 16:36 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir. Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, segir í samskiptum við fréttastofu að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft í dag vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verði áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Stjórnvöld hyggist senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Ferðamálaráðherra svæðisins sagði á Twitter í dag að leitinni hefði verið frestað tímabundið vegna veðurs. Þá sé veðurspáin næstu vikuna slæm. Leitinni verði hins vegar haldið áfram ef veðurgluggi opnast. T152- The rescue has been suspended for the time being due to bad weather, but it's not over yet. It's also important to let you know that the weather forecasts for next one week is not favourable. Anytime we get the weather window, the search will be resumed...#K2winter2021— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 9, 2021 Ráðherrann greindi einnig frá því að Imtiaz Hussain og Akbar Ali, fjallagarpar og frændur Ali Sadpara, hafi þurft að fresta för sinni upp fjallið til leitar vegna veðurs. Öll úrræði séu nýtt til leitarinnar í samráði við pakistanska herinn. Líkur á því að þremenningarnir séu á lífi fari þó þverrandi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, segir í samskiptum við fréttastofu að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft í dag vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verði áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Stjórnvöld hyggist senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Ferðamálaráðherra svæðisins sagði á Twitter í dag að leitinni hefði verið frestað tímabundið vegna veðurs. Þá sé veðurspáin næstu vikuna slæm. Leitinni verði hins vegar haldið áfram ef veðurgluggi opnast. T152- The rescue has been suspended for the time being due to bad weather, but it's not over yet. It's also important to let you know that the weather forecasts for next one week is not favourable. Anytime we get the weather window, the search will be resumed...#K2winter2021— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 9, 2021 Ráðherrann greindi einnig frá því að Imtiaz Hussain og Akbar Ali, fjallagarpar og frændur Ali Sadpara, hafi þurft að fresta för sinni upp fjallið til leitar vegna veðurs. Öll úrræði séu nýtt til leitarinnar í samráði við pakistanska herinn. Líkur á því að þremenningarnir séu á lífi fari þó þverrandi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira