Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:56 Þeir sem koma frá „rauðum svæðum“ þurfa að dvelja í einangrun á hóteli í tiu daga og greiða fyrir það um 300 þúsund krónur. epa/Andy Rain Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira