Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vísir/Vilhelm Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira