Martin spilar við Real Madrid í kvöld á konunglegu bikarúrslitahelginni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 14:30 Martin Hermannsson varð bikarmeistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Getty/ JM Casares Átta bestu liðin í spænsku deildinni keppa um spænska konungsbikarinn á næstu fjórum dögum. Martin Hermannsson er eini Íslendingurinn sem er með að þessu sinni. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli