Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Íris Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun