Opið bréf til landlæknis Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun