Fyrsta útsending dagsins er klukkan 17.00 er Domino’s Körfuboltakvöld kvenna gerir upp fyrstu umferðina eftir landsleikjahlé sem fór fram í gær.
Manchester United mætir til leiks í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar er þeir mæta Real Sociedad á Spáni. Flautað verður til leiks klukkan 17.55.
Á sama tíma mæta lærisveinar Joses Mourinho austurríska liðinu Wolfsberger AC en leikurinn er einnig liður í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Arsenal mætir Benfica síðar í kvöld og þá verður einnig sýnt frá leik Antwerp og Rangers, lærisveinum Stevens Gerrard.
Grótta og Fram mætast í Olís deild karla en allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.