Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Mjög kalt hefur verið í Texas og víðar. AP/LM Otero Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22