42 prósent líklegri að ná markmiðunum þínum ef þú ferð að ráðum Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir hvetur fylgjendur sína til að setja sér markmið. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur talað lengi fyrir mikilvægi markmiðssetningar og hún hvetur sína fylgjendur til að fara að ráðum sínum í nýjum pistli. Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fljót að setja sér markmið þegar hún varð ófrísk fyrir rúmu ári síðan. Hún ætlaði sér að koma strax til baka. Anníe Mist ætlaði líka að sína öllum sem vildu fylgjast með hvernig hún færi að því að vinna sig til baka. Anníe Mist hefur skrifað um það oft áður að það hafi tekið lengri tíma en hún bjóst við að koma til baka en þar spilaði líka inn í mjög erfið fæðing. Anníe er hins vegar öll að koma til og nú er bara mánuður í það að opni hluti heimsleikanna byrji. Anníe notaði tækifærið í nýjast pistli sínum til að leggja áherslu á það að setja sér markmið og að skrifa þau líka niður til að þau séu á hreinu. Anníe Mist er með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og skrif hennar fara því víða um heiminn. „Þú hefur kannski séð þetta áður hjá mér en hefur þú gert þetta? Núna er tækifærið,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í byrjun pistils síns. „Þetta þarf ekki að taka langan tíma, þetta þarf ekki að vera flókið. Þú getur því gert þetta núna og um leið ertu komin skrefi nær því að láta markmiðin þín rætast,“ skrifaði Anníe Mist. „Það er svo mikilvægt að setja sér markmið í lífinu. Eins og þið gerið ímyndað ykkur þá hef ég stór markmið og ég er viss um að þið eigið líka stór markmið. Ég komst að því nýlega að ef þú skrifar niður markmiðin þín þá ertu 42 prósent líklegri til að ná þeim,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði síðan niður nokkra mikilvæga punkta þegar kemur að markmiðssetningu. Þau eru hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan pistill Anníe Mistar sem hún skrifaði á ensku. Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
Ráð frá Anníe Mist Þórisdóttur: Skrifaðu markmiðin niður (og lestu þau oft) Búðu til áætlun fyrir hvert markmið. Annars væri það eins og keyra bíl án korts og vonast til að komast á réttan stað. Deildu markmiðunum þínum með fólki sem lætur þig standa við þessi markmið. Skiptu markmiðunum þínum niður í eins lítil skref og hægt er. Stóru markmiðin eru ógnvekjandi en það er oft auðvelt að byrja á litlu skrefi Byrjaðu strax ekki bíða eftir því að fara af stað. Mundu eftir að njóta ferðalagsins en ekki bíða eftir að þú sért búinn að ná markmiðunum. Geymdu markmiðin þín á góðum stað og skoðaðu þau seinna í lífinu. Það hjálpar til að sýna þér hversu langt þú ert kominn.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira