Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 22:12 Guðmundur Felix er jákvæður og hefur endurhæfingu um mánaðamót. Hann fékk að fara út í fyrsta sinn í dag frá aðgerð. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. „Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14
Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19