Spillingin liggur víða Brynjar Níelsson skrifar 22. febrúar 2021 10:03 Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun