Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 19:48 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem þurfa til að upplýsa mál. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira