Ráðherra segir NEI Guðbrandur Einarsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar