Húsnæðisbætur fyrir útvalda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:25 Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Byggðamál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar