Húsnæðisbætur fyrir útvalda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:25 Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Byggðamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar