Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 11:01 Joe og Armin Prude, frændur Daniel Prude, með mynd af honum. AP/Ted Shaffrey Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira