Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. febrúar 2021 19:30 Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Sigurjón Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01
Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43
Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent