Einstakt mál eða einstök mál? Olga Margrét Cilia skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun